Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jeremy Doku til Rennes fyrir 25 milljónir (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Rennes er búið að festa kaup á belgíska landsliðsmanninum Jeremy Doku fyrir 25 milljónir evra.

Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við Doku eftir að hann stríddi Hirti Hermannssyni og skoraði síðasta mark leiksins í 5-1 sigri Belgíu gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í september. Það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur með landsliðinu.

Doku er aðeins 18 ára gamall og hefur skorað 6 mörk í 37 leikjum hjá Anderlecht. Hann er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá félaginu undir stjórn Vincent Kompany og er búinn að skora tvisvar í sjö leikjum á nýju deildartímabili.

Doku er eldfljótur kantmaður sem getur bæði spilað hægra og vinstra megin. Rennes hefur miklar mætur á honum og er líklegt að hann fari beint í aðalliðið.

Hann á að fylla í skarð brasilíska kantmannsins Raphinha sem Leeds United keypti í gærkvöldi.

Rennes er með Chelsea, Sevilla og Krasnodar í riðli í Meistaradeildinni og er félagið búið að styrkja sig að undanförnu. Daniele Rugani og Dalbert komu á lánssamningum um helgina og þá er félagið búið að eyða 70 milljónum evra í leikmannakaup í sumar. Steven Nzonzi er einnig hjá félaginu að láni frá Roma.
Athugasemdir
banner
banner