Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 06. október 2020 18:57
Victor Pálsson
Katrín býst við að landsleikurinn fari fram án áhorfenda
Icelandair
Katrín ásamt Guðna Bergssyni.
Katrín ásamt Guðna Bergssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og flestir vita fer landsleikurinn mikilvægi fram næsta fimmtudag en þá munu Ísland og Rúmenía leika í umspilsleik í Þjóðadeildinni.

Ísland þarf að vinna leikinn til að komast í úrslitin og á þar möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni EM þar sem við spiluðum árið 2016.

Katrín Jakobsdóttir, forsetisráðherra, býst við að leikurinn fari fram en að hann verði leikinn án áhorfenda vegna þeirra 99 smita sem greindust í gær.

„Þetta mun hafa áhrif á leikhús og íþróttastörf, ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu," sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þegar þetta er skrifað eru alls 747 virk smit hér heima og er Íslandsmótið í knattspyrnu til að mynda í hættu.

Það verður blóðtaka fyrir íslenska liðið að spila án áhorfenda í viðureigninni en Rúmenía er með ansi sterkt lið og verður verkefnið ekki auðvelt.

Vonast var til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á völlinn á fimmtudag en útlit er fyrir að það verði ekki raunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner