Nottingham Forest á Englandi hefur ákveðið að reka knattspyrnustjórann Sabri Lamouchi eftir aðeins 15 mánuði í starfi.
Þetta var staðfest í dag en Forest hefur byrjað tímabilið illa og er án stiga í Championship-deildinni.
Forest tapaði 2-1 gegn Bristol City um helgina og situr í 22. sætinu með engin stig.
Liðið hefur á sama tíma ekki unnið í síðustu 10 deildarleikjum sínum en gengið undir lok síðustu leiktíðar var alls ekki gott.
Um tíma var Forest nálægt því að tryggja sér umspilssæti en eitthvað hefur farið úrskeiðis og var Lamouchi því látinn fara.
Félagið staðfesti svo í kjölfarið að Chris Hughton myndi taka við starfinu en hann er fyrrum stjóri Newcastle og Brighton.
Hughton þjálfaði Brighton við góðan orðstír frá 2014 til 2019 en hefur verið án félags síðustu mánuði.
#NFFC can confirm that the contract of head coach Sabri Lamouchi has been terminated with immediate effect.
— Nottingham Forest FC (@NFFC) October 6, 2020
Athugasemdir