Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   þri 06. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui fullkomnaði hópinn með Rekik (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui hefur unnið hörðum höndum við að styrkja leikmannahóp Sevilla ásamt stjórnendum félagsins.

Í gærkvöldi lokaði félagaskiptaglugginn og fullkomnaði Lopetegui hópinn sinn með Karim Rekik, 25 ára miðverði sem kemur frá Hertha Berlin. Varnarmaðurinn var leikmaður Manchester City frá 2011 til 2015.

Rekik er sjöundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Sevilla í sumar. Félagið festi kaup á kantmanninum Oussama Idrissi í gær og eru nokkrar vikur síðan liðið krækti einnig í vinstri bakvörðinn Marcos Acuna frá Sporting.

Acuna kostaði 12 milljónir evra og fyllir í skarðið sem Sergio Reguilon, nýr bakvörður Tottenham, skildi eftir. Markvörðurinn Bono er þá einnig kominn til félagsins fyrir 4 milljónir evra auk Ivan Rakitic frá Barcelona, Oscar Rodriguez frá Real Madrid og Suso frá AC Milan.

Rekik þótti mikið efni á sínum tíma og spilaði yfir 50 leiki fyrir yngri landslið Hollands en á aðeins fjóra A-landsleiki að baki. Hann var aðeins tvítugur þegar minnstu mátti muna að Louis van Gaal hefði tekið hann með hollenska landsliðinu á HM 2014 í Brasilíu.

Sevilla borgar aðeins fjórar milljónir fyrir Rekik sem hefði runnið út á samningi næsta sumar.

Sevilla er ríkjandi Evrópumeistari og hefur farið vel af stað á nýju deildartímabili. Liðið er með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir
banner
banner