Timo Werner, leikmaður Chelsea, verður ekki með þýska landsliðinu á morgun sem spilar gegn Tyrklandi.
Þetta hefur Marcus Song, aðstoðarþjálfari Þýskalands, staðfest en hann segir að Werner er að glíma við veikindi.
Werner hefur ekki hitt liðsfélaga sína í Köln fyrir leikinn en Þýskaland spilar svo við Úkraínu og Sviss þann 10. og 13. október.
Liðsfélagar Werner þeir Antonio Rudiger og Kai Havertz eru í hópnum og mun sá síðarnefndi byrja á morgun.
Werner hefur verið lykilmaður í þýska landsliðinu en hann kom til Chelsea frá RB Leipzig í sumar.
Athugasemdir