Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. október 2022 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Söknuðum Martial fyrstu vikurnar
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag stjóri Manchester United var ánægður með síðari hálfleik liðsins gegn Omonia í Evrópudeildinni í kvöld.


United var marki undir í hálfleik en Ten Hag sagði að leikmenn liðsins væru ekki nógu vinnusamir í fyrri hálfleik en það hafi lagast helling í þeim síðari.

Hann gerði tvöfalda breytingu strax í hálfleik og setti Luke Shaw og Anthony Martial en hann hrósaði þeim fyrir innkomuna. Martial meiddist á undirbúningstímabilinu og missti af byrjun tímabilsins en Ten Hag er ánægður með að fá hann til baka.

„Ég var svo svekktur þegar hann meiddist undir lok leiks gegn Atletico Madrid (á undirbúningstímabilin). Hans hefur verið sárt saknað fyrstu vikurnar en hann hefur haft mikil áhrif á frammistöðu liðsins," sagði Ten Hag.“

Martial lék sinn þriðja leik á tímabilinu í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner