Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 06. október 2024 20:32
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög gott stig á endanum. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af mistökum hjá okkar mönnum og eðlilega kannski. Á endanum sýndum við gríðarlegan karakter að koma til bara tvisvar." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Víkingar voru frekar þungir í leiknum enda nýlentir á landinu eftir að hafa verið í Kýpur þar sem þeir voru að spila í Sambandsdeildinni síðasta fimmtudag.

„Ég hef mikla virðingu fyrir knattspyrnuáhugamönnum og þeir eru örugglega gáfuðustu stuðningsmenn í heimi þegar kemur að þeirra íþrótt. Þannig ég held að þeir sjá alveg hvað er í gangi og það er ekkert fyrir mig að væla yfir. Ég hef gaman af því, að við erum að mæta í þessa leiki og sýna þvílikt hjarta og þvílíka ástríðu, við neitum að gefast upp. Ég held að það er það sem standi upp úr, svona leikir og svona hjarta, heldur en við að væla yfir einhverju þreytu og þyngsl."

Óskar Örn Hauksson kemur inn á í leiknum og skorar jöfnunarmarkið, auk þess að hann lagði upp fyrra markið. Óskar varð fertugur fyrr á árinu.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar, hann er alltaf til þegar kallið kemur, bara virkilega öflug viðbót. Fertugur? Ég meina 'come on' þetta eru ótrúleg DNA í þessum dreng. Þannig hann er að koma sterkur inn núna, á tímapunkti sem að við þurfum virkilega á honum að halda."

Oliver Ekroth fer meiddur af velli og það leit ekki vel út. Líkur eru á því að hann verði ekki meira með í deildinni.

„Þetta lítur út fyrir að vera slæm tognun, þannig mögulega er Íslandsmótið bara búið fyrir hann, sem er náttúrulega slæmt. Það er auðvitað eitt af þessum afleiðingum mikils álag og hann er búinn að spila mjög mikið af mínútum. Það hefur lítið verið hægt að hvíla hann í sumar, en svona er þetta. Við sjáum þetta út um allt í hinum stóra heim þar sem mikið álag er, þá geta svona meiðsli komið upp."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner