Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   sun 06. október 2024 20:32
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög gott stig á endanum. Þetta var skemmtilegur leikur, mikið af mistökum hjá okkar mönnum og eðlilega kannski. Á endanum sýndum við gríðarlegan karakter að koma til bara tvisvar." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Víkingar voru frekar þungir í leiknum enda nýlentir á landinu eftir að hafa verið í Kýpur þar sem þeir voru að spila í Sambandsdeildinni síðasta fimmtudag.

„Ég hef mikla virðingu fyrir knattspyrnuáhugamönnum og þeir eru örugglega gáfuðustu stuðningsmenn í heimi þegar kemur að þeirra íþrótt. Þannig ég held að þeir sjá alveg hvað er í gangi og það er ekkert fyrir mig að væla yfir. Ég hef gaman af því, að við erum að mæta í þessa leiki og sýna þvílikt hjarta og þvílíka ástríðu, við neitum að gefast upp. Ég held að það er það sem standi upp úr, svona leikir og svona hjarta, heldur en við að væla yfir einhverju þreytu og þyngsl."

Óskar Örn Hauksson kemur inn á í leiknum og skorar jöfnunarmarkið, auk þess að hann lagði upp fyrra markið. Óskar varð fertugur fyrr á árinu.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar, hann er alltaf til þegar kallið kemur, bara virkilega öflug viðbót. Fertugur? Ég meina 'come on' þetta eru ótrúleg DNA í þessum dreng. Þannig hann er að koma sterkur inn núna, á tímapunkti sem að við þurfum virkilega á honum að halda."

Oliver Ekroth fer meiddur af velli og það leit ekki vel út. Líkur eru á því að hann verði ekki meira með í deildinni.

„Þetta lítur út fyrir að vera slæm tognun, þannig mögulega er Íslandsmótið bara búið fyrir hann, sem er náttúrulega slæmt. Það er auðvitað eitt af þessum afleiðingum mikils álag og hann er búinn að spila mjög mikið af mínútum. Það hefur lítið verið hægt að hvíla hann í sumar, en svona er þetta. Við sjáum þetta út um allt í hinum stóra heim þar sem mikið álag er, þá geta svona meiðsli komið upp."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner