Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00 í dag. Báðir fóru þeir jafntefli.
Aston Villa tók á móti Manchester United á Villa Park sem endaði með 0-0 jafntefli. Leikurinn var jafn og liðin skiptust á færum en Bruno Fernandes skaut í slána beint úr aukaspyrnu og Dalot bjargaði hugsanlegu marki í blálokin.
Jonny Evans var valinn maður leiksins af Hödda Magg sem lýsti leiknum á Síminn Sport.
Þetta er þriðji deildarleikur United í röð þar sem þeim mistekst að skora. Aston Villa er áfram í 5. sætinu en hefðu farið í 4. sætið með sigri á meðan United er áfram í 14. sætinu.
Chelsea og Nottingham Forrest gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Staðan var markalaus í hálfleik en það var Chris Wood sem kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar jafnaði hættulegasti maður Chelsea í leiknum, Madueke, leikinn.
Þegar lítið var eftir af leiknum fék James Ward Prowse sitt annað gula spjald og en Forrest náði samt að halda jafnteflið út.
Chelsea er áfram í 4. sæti deildarinnar þar sem Villa mistókst að vinna United í dag. Forrest er í 9. sætinu þegar þeir eru búnir með 7 deildarleiki.
Aston Villa 0 - 0 Manchester Utd
Chelsea 1 - 1 Nott. Forest
0-1 Chris Wood ('50 )
1-1 Noni Madueke ('57 )
Rautt spjald: James Ward-Prowse, Nott. Forest ('78)