Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 06. október 2024 11:00
Sölvi Haraldsson
Ronaldo vill fá Kevin De Bruyne í Al-Nassr
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo hefur sagt stjórnarmönnum Al-Nassr að gera tilboð í Kevin De Bruyne, hann vill að félagið geri tilboð í belgann sem hann getur ekki hafnað. The Sun greinir frá.


Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar en hann hefur tjáð sig áður í fjölmiðlum um möguleg félagskipti í deildina í Sádí Arabíu. 

Ég er búinn að lesa margar fyrirsagnir um einhver möguleg félagskipti til Sádí Arabíu en ég hef ekki rætt það við neinn.“ sagði Kevin De Bruyne við belgískan fjölmiðil í sumar.

Ég á meira en nóg af peningum. En ef ég fæ mjög gott tilboð frá liði í deildinni (í Sádí Arabíu) þá er það einnig fyrir fjölskylduna mína, ættingja, barnabörnin mín, barnabarnabörnin mín og vini mína.

De Bruyne hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins en hann er búinn að spila fjóra deildarleiki á þessu tímabili og skorað eitt mark og lagt upp eitt mark.

Belgíski landsliðsmaðurinn er talinn vera einn besti miðjumaður, og jafvel leikmaður, í heiminum í dag. Ronaldo vill óður fá hann í gulu Al-Nassr treyjuna í Sádí Arabíu á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner