Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Marmoush stal stigunum frá Bayern
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild þýska boltans, þar sem stórveldi FC Bayern gerði 3-3 jafntefli í Frankfurt.

Bæjarar stjórnuðu leiknum en heimamenn í Frankfurt nýttu færin sín ótrúlega vel, þar sem Omar Marmoush var í aðalhlutverki.

Kim Min-jae kom Bayern yfir snemma leiks en Marmoush skoraði og lagði upp til að snúa stöðunni við. Dayot Upamecano jafnaði fyrir leikhlé og var staðan 2-2 þrátt fyrir mikla yfirburði gestanna úr München.

Í síðari hálfleik lagði Harry Kane upp fyrir Michael Olise og voru Bæjarar óheppnir að bæta ekki við forystuna. Það kom í bakið á þeim í uppbótartímanum þegar Marmoush skoraði jöfnunarmark á 94. mínútu.

Lokatölur urðu því 3-3, þar sem Frankfurt skoraði þrjú mörk úr fjórum marktilraunum á meðan Bayern átti 21 marktilraun. Það eru mörkin sem telja og er Bayern áfram á toppi deildarinnar á markatölu.

Bayern er með 14 stig eftir 6 fyrstu umferðir tímabilsins eftir tvo jafnteflisleiki í röð. Frankfurt er einu stigi á eftir Bayern.

RB Leipzig er jafnt Bayern á toppi deildarinnar eftir sigur á útivelli gegn Heidenheim í dag.

Loïs Openda skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik, en bæði lið fengu góð tækifæri til að skora í jöfnum slag.

Eintracht Frankfurt 3 - 3 Bayern
0-1 Min-Jae Kim ('15 )
1-1 Omar Marmoush ('22 )
2-1 Hugo Ekitike ('35 )
2-2 Dayot Upamecano ('38 )
2-3 Michael Olise ('53 )
3-3 Omar Marmoush ('90 )

Heidenheim 0 - 1 RB Leipzig
0-1 Lois Openda ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner