Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 08:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkastur í 25. umferð - Hef ekki verið nægilega góður í sumar
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
jónatan Ingi Jónsson átti frábæran leik gegn Stjörnunni á laugardagskvöld, skoraði tvö mörk og var maður leiksins. Hann er sterkasti leikmaður 25. umferðar, í boði Steypustöðvarinnar.

Hann hafði verið gagnrýndur fyrir frammistöðuna síðustu vikur fyrir leikinn á Stjörnuna og sagði eftir leik að gagnrýnin hefði verið réttmæt.

„Já, hundrað prósent. Ég hef ekki verið nægilega góður í sumar. Jú, ég hef átt góða leiki en það hefur vantað mörk og stoðsendingar. Sérstaklega eftir að við missum Patrick, ég hefði átt að stíga meira upp, en ég hef viljað meira af þessu í sumar. Ég byrjaði mjög vel en svo datt þetta niður og það fór aðeins í hausinn á mér. Svo kom ég mér í það að vinna leikina og ég pældi minna í að skora og leggja upp," sagði Jónatan við Vísi eftir leikinn.

Hann kom sér í mjög gott færi í leiknum gegn Breiðabliki í síðasta mánuði en þá bjargaði Damir Muminovic með góðri tæklingu. Fyrra markið hans gegn Stjörnunni kom upp úr svipaðri stöðu. Hann var spurður út í mörkin í viðtali við mbl eftir leikinn.

„Til að lýsa fyrra markinu þá var ég búinn að lenda í því nákvæmlega sama gegn Blikum, þar sem Damir hendir sér í tæklingu og kemst fyrir skotið hjá mér. Ég var búinn að hugsa það að næst þegar þessi staða kæmi upp, þá myndi ég vera aðeins rólegri. Þannig ég tók eina skotgabbhreyfingu í viðbót og þá var markið bara galopið og auðvelt fyrir mig að klára færið. Í seinna markinu þá var ég búinn að skera inn á völlinn eins og ég geri svo oft. En nú ákvað ég að skjóta loksins, ég er ekki búinn að sjá þetta aftur, en allavega tvö mikilvæg mörk," sagði Jónatan sem hefur skorað sex mörk í deildinni og lagt upp fimm.


Leikmenn umferðarinnar:
24. umferð - Fred (Fram)
23. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur)
22. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
21. umferð - Freyr Sigurðsson (Fram)
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Athugasemdir
banner
banner