Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 10:37
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd þarf að taka ákvörðun - Liverpool fær samkeppni um Upamecano
Powerade
Verður Bruno Fernandes seldur?
Verður Bruno Fernandes seldur?
Mynd: EPA
Napoli vill sækja Mainoo frá Man Utd
Napoli vill sækja Mainoo frá Man Utd
Mynd: EPA
Barcelona ætlar að berjast við Liverpool um Upamecano
Barcelona ætlar að berjast við Liverpool um Upamecano
Mynd: EPA
Manchester United þarf að taka stóra ákvörðun í janúar, Napoli vill fá Kobbie Mainoo og Barcelona mun berjast við Liverpool um franskan varnarmann. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Man Utd mun þurfa að taka ákvörðun varðandi framtíð Bruno Fernandes (31), fyrirliða liðsins í janúar, en mikill áhugi er frá Evrópu og Sádi-Arabíu á portúgalska miðjumanninum. (Manchester Evening News)

Napoli leiðir kapphlaupið um enska miðjumanninn Kobbie Mainoo (20), sem er á mála hjá Manchester United. (Tuttomercatoweb)

Barcelona ætlar í samkeppni við Liverpool um Dayot Upamecano (26), miðvörð Bayern München, en samningur hans rennur út næsta sumar. (Fichajes)

Arsenal er sagt reiðubúið að samþykkja tilboð sem nemur um 30 milljónum punda í brasilíska framherjann Gabriel Jesus (28). Everton er sagður líklegur áfangastaður Jesus sem er falur í janúarglugganum. (Teamtalk)

Newcastle er talið vilja fá Elliot Anderson (22) aftur til félagsins frá Nttingham Forest aðeins sextán mánuðum eftir að hafa selt hann. (Mail)

Manchester City er að fylgjast grannt með stöðu argentínska bakvarðarins Nahuel Molina (27), sem er samningsbundinn Atlético Madríd á Spáni. (Teamtalk)

Crystal Palace hefur áhuga á Kees Smit (19), miðjumanni AZ í Hollandi. Hann spilar með U19 ára landsliði Hollands og hafa njósnarar frá Real Madrid, Barcelona, Chelsea og Manchester United fylgst náið með honum síðustu mánuði. (Mail)

Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, gæti snúið aftur í þjálfun aðeins nokkrum vikum eftir að hafa verið rekinn frá Bayer Leverkusen. Hann er sagður aftur á leið til Ajax og mun taka við keflinu af Jonny Heitinga. (De Telegraaf)

Federico Chiesa (27), leikmaður Liverpool, vildi alltaf vera áfram hjá Liverpool þrátt fyrir áhuga frá ítölskum félögum. (Athletic)

Crystal Palace vill framlengja samning japanska miðjumannsins Daichi Kamada (29), en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil. (Sky Sports)

Bayern München er eitt af nokkrum félögum sem vilja fá hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (24) frá Arsenal, en hann er núna í viðræðum við Arsenal um nýjan samning og fylgjast önnur lið með gangi mála. (CaughtOffside)

Manuel Neuer (39), markvörður Bayern München, er að íhuga það að framlengja samning sinn við Bayern út næsta tímabil í það minnsta. (Bild)
Athugasemdir
banner