Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 12:59
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Ipswich vann Norwich í fyrsta sinn í sextán ár
Jaden Philogene skoraði stórbrotið mark
Jaden Philogene skoraði stórbrotið mark
Mynd: Ipswich Town
Ipswich Town 3 - 1 Norwich
1-0 Cedric Kipre ('32 )
1-1 Oscar Schwartau ('35 )
2-1 Jaden Philogene ('45 )
3-1 Jack Clarke ('77 )

Ipswich Town fagnaði 3-1 sigri á Norwich í ensku B-deildinni á Portman Road í dag en þetta var fyrsti sigur Ipswich í grannaslagnum í sextán ár.

Cedric Kipre skoraði sitt fyrsta mark í treyju Ipswich á 32. mínútu með hörkuskoti í gegnum vel þéttan teig eftir hornspyrnu en gleðin varði ekki lengi. Oscar Schwartau jafnaði metin með fyrsta marki sínu á tímabilinu er hann fékk boltann á D-boganum eftir hornspyrnu og skaut boltanum af varnarmanni og í netið.

Heimamenn komust aftur í forystu með algeru draumamarki frá Jaden Philogene. Hann lék sér með boltann á miðsvæðinu, horfði í kringum sig til að skoða sendingamöguleika, en valdi síðan að skjóta boltanum af 30 metra færi í samskeytin. Stórfenglegt mark og Ipswich aftur í forystu.

Varamaðurinn Jack Clarke tryggði öll stigin með þriðja markinu á 77. mínútu. Marcelino Nunez átti skot sem fór í stöngina og til Clarke sem skoraði af stuttu færi.

Sigur Ipswich staðreynd og sá fyrsti gegn Norwich í sextán ár, en Ipswich er nú í 9. sæti með 13 stig á meðan Norwich er í 19. sæti með 8 stig.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 9 5 4 0 27 7 +20 19
2 Middlesbrough 9 5 3 1 12 6 +6 18
3 Leicester 9 4 4 1 13 8 +5 16
4 Preston NE 9 4 4 1 11 7 +4 16
5 Stoke City 9 4 3 2 11 6 +5 15
6 QPR 9 4 3 2 13 14 -1 15
7 West Brom 9 4 2 3 9 10 -1 14
8 Millwall 9 4 2 3 9 12 -3 14
9 Ipswich Town 8 3 4 1 15 8 +7 13
10 Bristol City 9 3 4 2 15 10 +5 13
11 Watford 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Swansea 9 3 3 3 10 10 0 12
13 Charlton Athletic 9 3 3 3 8 8 0 12
14 Portsmouth 9 3 3 3 8 9 -1 12
15 Hull City 9 3 3 3 14 16 -2 12
16 Birmingham 9 3 3 3 8 11 -3 12
17 Southampton 9 2 5 2 11 12 -1 11
18 Wrexham 9 2 4 3 14 15 -1 10
19 Norwich 9 2 2 5 11 14 -3 8
20 Derby County 9 1 5 3 11 15 -4 8
21 Blackburn 8 2 1 5 7 11 -4 7
22 Oxford United 9 1 3 5 10 13 -3 6
23 Sheff Wed 9 1 3 5 8 20 -12 6
24 Sheffield Utd 9 1 0 8 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner
banner