Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
banner
   lau 04. október 2025 16:33
Kári Snorrason
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding skildu jöfn að í mögnuðum leik á Meistaravöllum fyrir skömmu. KR er í botnsæti deildarinnar og eiga tvo leiki eftir af mótinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum.


„Það var hrikalega súrt, mjög sárt. Ekkert annað orð yfir það. Ég horfi á þær (lokamínúturnar) að við náðum ekki að stjórna aðstæðum. Mér fannst við hafa stjórnað leiknum ágætlega, oft verið meira með boltann en í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta eða annað sinn í sumar að við vorum þéttir, gáfum ekki mikið af færum á okkur en svo missum við einbeitinguna.“  

„Við þurftum þrjú stig. Þrjú stig hefði komið okkur upp úr fallsæti í bili en punktur er betra en ekki neitt. Við eigum ennþá möguleika og meðan að við höfum möguleika höldum við áfram, við erum svekktir í kvöld og svo er það ÍBV eftir tvær vikur.“

Hvernig metur þú möguleika KR að halda sér uppi í deildinni?

„Ég met þá góða. Við þurfum að byrja á því að vinna ÍBV. Svo tökum við stöðuna eftir þann leik. Bjartsýnn, ég verð að vera bjartsýnn. Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis. Þetta var sárt, svekkjandi og ef að það hefur einhvern tímann verið tími til að sökkva sér í þunglyndi væri það núna í þessu landsleikjahléi. Það er samt enginn tími í það. Við þurfum að vakna á morgun og halda áfram.


Athugasemdir
banner