Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 04. október 2025 16:33
Kári Snorrason
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding skildu jöfn að í mögnuðum leik á Meistaravöllum fyrir skömmu. KR er í botnsæti deildarinnar og eiga tvo leiki eftir af mótinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum.


„Það var hrikalega súrt, mjög sárt. Ekkert annað orð yfir það. Ég horfi á þær (lokamínúturnar) að við náðum ekki að stjórna aðstæðum. Mér fannst við hafa stjórnað leiknum ágætlega, oft verið meira með boltann en í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta eða annað sinn í sumar að við vorum þéttir, gáfum ekki mikið af færum á okkur en svo missum við einbeitinguna.“  

„Við þurftum þrjú stig. Þrjú stig hefði komið okkur upp úr fallsæti í bili en punktur er betra en ekki neitt. Við eigum ennþá möguleika og meðan að við höfum möguleika höldum við áfram, við erum svekktir í kvöld og svo er það ÍBV eftir tvær vikur.“

Hvernig metur þú möguleika KR að halda sér uppi í deildinni?

„Ég met þá góða. Við þurfum að byrja á því að vinna ÍBV. Svo tökum við stöðuna eftir þann leik. Bjartsýnn, ég verð að vera bjartsýnn. Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis. Þetta var sárt, svekkjandi og ef að það hefur einhvern tímann verið tími til að sökkva sér í þunglyndi væri það núna í þessu landsleikjahléi. Það er samt enginn tími í það. Við þurfum að vakna á morgun og halda áfram.


Athugasemdir
banner