Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   lau 04. október 2025 16:33
Kári Snorrason
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding skildu jöfn að í mögnuðum leik á Meistaravöllum fyrir skömmu. KR er í botnsæti deildarinnar og eiga tvo leiki eftir af mótinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum.


„Það var hrikalega súrt, mjög sárt. Ekkert annað orð yfir það. Ég horfi á þær (lokamínúturnar) að við náðum ekki að stjórna aðstæðum. Mér fannst við hafa stjórnað leiknum ágætlega, oft verið meira með boltann en í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta eða annað sinn í sumar að við vorum þéttir, gáfum ekki mikið af færum á okkur en svo missum við einbeitinguna.“  

„Við þurftum þrjú stig. Þrjú stig hefði komið okkur upp úr fallsæti í bili en punktur er betra en ekki neitt. Við eigum ennþá möguleika og meðan að við höfum möguleika höldum við áfram, við erum svekktir í kvöld og svo er það ÍBV eftir tvær vikur.“

Hvernig metur þú möguleika KR að halda sér uppi í deildinni?

„Ég met þá góða. Við þurfum að byrja á því að vinna ÍBV. Svo tökum við stöðuna eftir þann leik. Bjartsýnn, ég verð að vera bjartsýnn. Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis. Þetta var sárt, svekkjandi og ef að það hefur einhvern tímann verið tími til að sökkva sér í þunglyndi væri það núna í þessu landsleikjahléi. Það er samt enginn tími í það. Við þurfum að vakna á morgun og halda áfram.


Athugasemdir
banner