Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
banner
   lau 04. október 2025 11:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Þá hef ég litlar áhyggjur af framhaldinu, hvort sem það verður hérlendis eða erlendis"
'Það var erfitt að fá þær fréttir að ég væri skilinn eftir síðast en það var meiri innblástur fyrir mig til að gera betur og meira og það borgaði sig'
'Það var erfitt að fá þær fréttir að ég væri skilinn eftir síðast en það var meiri innblástur fyrir mig til að gera betur og meira og það borgaði sig'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við byrjuðum að hugsa að við hefðum engu að tapa, menn þorðu að gera mistök og taka áhættur og þannig höfum við heldur betur snúið genginu við'
'Við byrjuðum að hugsa að við hefðum engu að tapa, menn þorðu að gera mistök og taka áhættur og þannig höfum við heldur betur snúið genginu við'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 'Ég var mjög vonsvikinn með það að þurfa sætta mig við bekkjarsetu en maður virðir ákvörðun þjálfarans'
'Ég var mjög vonsvikinn með það að þurfa sætta mig við bekkjarsetu en maður virðir ákvörðun þjálfarans'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mættur aftur í U21 hópnum.
Mættur aftur í U21 hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Andri Haraldsson, leikmaður ÍA, ræddi við Fótbolta.net fyrir leik ÍBV og ÍA í Bestu deildinni. Sá leikur hefst klukkan 14:00 í dag og fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

ÍA hefur unnið fjóra sigra í röð eftir að hafa verið afskrifað í allri baráttu þar á undan. Liðið var á botni deildarinnar en er nú komið upp úr fallsæti og liðið lítur vel út.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 ÍA

Hvernig líður þér með ÍA á þessum tímapunkti?

„Mér líður bara vel, við erum búnir að koma okkur í mjög góða stöðu fyrir síðustu leikina. Menn fóru bara að átta sig á stöðunni eftir leikinn á móti ÍBV, vorum langneðstir í deildinni og spilamennskan var ekki nógu góð."

„Það var bara farið yfir stöðuna eftir leikinn í Eyjum og eftir það fór liðið að spila betur. Við byrjuðum að hugsa að við hefðum engu að tapa, menn þorðu að gera mistök og taka áhættur og þannig höfum við heldur betur snúið genginu við,"
segir Haukur.

Hvernig var að vera settur á bekkinn á tímabili?
Haukur var settur á bekkinn í júlí og vakti það talsverða athygli. Hann vann sér aftur inn sæti í liðinu og hefur spilað vel að undanförnu.

„Það var mjög erfitt. Ég var mjög vonsvikinn með það að þurfa sætta mig við bekkjarsetu en maður virðir ákvörðun þjálfarans. Það var mikill innblástur og svo fékk ég tækifæri í seinni hálfleik á móti Val og spilaði mjög vel. Eftir það hafa frammistöðurnar verið á uppleið."

Þessi fjögurra leikja sigurhrina, bjóst þú við henni?

„Eftir sigurinn á móti Breiðablik kom trú aftur í hópinn og það var upphafið af þessari hrinu. Við byrjuðum að spila sem lið og hlaupa og berjast fyrir hvorn annan. Hugsuðum bara 'fokk it' og spiluðum maður á mann pressu út um allan völl í 90 mínútur og ekki gefa hinu liðinu andrými á boltann. Það hefur virkað hingað til og ég sé ekki fyrir að það muni breytast."

Hvernig leggst leikurinn gegn ÍBV í þig?

„Hann leggst vel í mig. Þetta verður hörkuleikur, tvö lið á miklu skriði, verður erfiðasti leikurinn hingað til. Við horfum á þennan leik þannig að við getum komið okkur í mjög skemmtilega stöðu með sigri og við tökum ekki minna en þrjú stig með okkur heim á Skagann. Við erum bara með fókusinn á því að örlögin eru í okkar höndum og pælum ekkert í úrslitum hjá liðunum í kringum okkur. Ætlum að vinna síðustu þrjá leikina."

Hvernig er að fá kallið aftur í U21, var erfitt að vera ekki með síðast?

„Það er gott að vera kominn aftur í hópinn. Það var erfitt að fá þær fréttir að ég væri skilinn eftir síðast en það var meiri innblástur fyrir mig til að gera betur og meira og það borgaði sig."

Ertu með hausinn stilltan á að klára tímabilið eins vel og hægt er, og þá koma mögulega tækifæri á atvinnumennsku?

„Fókusinn er að halda ÍA uppi meðal þeirra bestu, leggja blóð, svita og tár í það verkefni og þá hef ég litlar áhyggjur af framhaldinu, hvort sem það verður hérlendis eða erlendis," segir Haukur Andri.

Hann er tvítugur miðjumaður sem var sumarið 2023 keyptur til franska félagsins Lille, en sneri aftur síðasta sumar á láni og var síðasta vetur keyptur til baka í ÍA.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 24 9 6 9 30 - 29 +1 33
2.    KA 24 9 5 10 35 - 44 -9 32
3.    ÍA 24 9 1 14 33 - 45 -12 28
4.    Vestri 24 8 3 13 23 - 37 -14 27
5.    Afturelding 24 6 7 11 33 - 42 -9 25
6.    KR 24 6 6 12 46 - 58 -12 24
Athugasemdir
banner
banner
banner