Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou slær met ef hann verður rekinn
Mynd: EPA
The Times greinir frá því að starf Ange Postecoglou hjá Nottingham Forest sé í hættu ef liðið tapar í Newcastle á morgun.

Forest hefur farið hrikalega illa af stað undir stjórn Postecoglou og er komið með fjögur töp og tvö jafntefli í sex leikjum. Síðasta tapið kom í miðri viku á heimavelli gegn danska liðinu FC Midtjylland.

Evangelos Marinakis eigandi Forest vill sjá breytingar á árangri liðsins strax, annars getur Postecoglou búist við því að vera rekinn.

Ástralinn hefur aðeins verið 25 daga í starfi hjá Forest og gæti bætt úrvalsdeildarmet ef hann verður rekinn á næstu tveimur vikum. Hann yrði þá sá þjálfari sem entist styst í starfi í sögu deildarinnar.

Les Reed á metið sem stendur eftir að hafa verið rekinn 41 degi eftir að hafa verið ráðinn sem aðalþjálfari hjá Charlton Athletic tímabilið 2006-07.

Leikurinn gegn Newcastle er sá síðasti fyrir landsleikjahlé en Forest tekur svo á móti Chelsea 18. október, 39 dögum eftir ráðninguna á Postecoglou.

Postecoglou var rekinn úr þjálfarastöðunni hjá Tottenham undir lok síðustu leiktíðar þrátt fyrir að hafa unnið Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner