Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 04. október 2025 17:07
Ívan Guðjón Baldursson
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru nánast búnir að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni eftir flottan sigur gegn sterku liði ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 ÍA

Lárus Orri Sigurðsson þjálfari var mjög hress að leikslokum en gengi ÍA hefur verið ótrúlegt undir hans stjórn. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð í deildinni.

„Þegar við vorum á okkar lægsta punkti á tímabilinu tókum við langan fund hérna í búningsklefanum og ákváðum að snúa bökum saman. Við ákváðum að ef það væri eitthvað sem við ætluðum að skilja eftir í þessari deild þá væri það að sýna það að við gæfum allt í alla leiki og við höfum bara byggt á því síðan þá," sagði Lárus Orri í viðtali við Tryggva Guðmundsson að leikslokum.

„Þetta er ekki alveg komið en við erum komnir í góða stöðu. Góð spilamennska hélt áfram í dag, strákarnir voru að berjast fyrir hvorn annan og þeir lögðu sig gríðarlega mikið fram. Þeir hafa líka sýnt það í undanförnum leikjum að þeir eru alls ekki slæmir í fótbolta."

Það var mikill vindur í Eyjum þegar leikurinn fór fram en bæði Skagamenn og Vestmanneyingar eru vanir menn.

„Að koma til Vestmannaeyja og vinna ÍBV í roki í Eyjum er bara frábært."
Athugasemdir
banner
banner