Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: FH-ingar fóru illa með Þrótt
Kvenaboltinn
FH ætlar að taka annað sætið í ár!
FH ætlar að taka annað sætið í ár!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 4 - 0 Þróttur R.
1-0 Margrét Brynja Kristinsdóttir ('13 )
2-0 Thelma Karen Pálmadóttir ('46 )
3-0 Ingibjörg Magnúsdóttir ('70 )
4-0 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('73 )
Lestu um leikinn

FH-ingar færast nú nær því að tryggja annað sæti Bestu deildar kvenna eftir að hafa unnið keppinauta sína í FH þægilega, 4-0, í Kaplakrika í dag.

FH og Þróttur voru bæði með 42 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag en það voru FH-ingar sem sáu til þess að koma sér í bílstjórasætið um annað sætið.

Margrét Brynja Kristinsdóttir kom FH-ingum á bragðið eftir klafs í teignum á 13. mínútu leiksins.

Maya Hansen var hársbreidd frá því að tvöfalda forystuna en Mollee Swift varði frábærlega nokkrum mínútum eftir markið.

Sierra Marie Lelii kom boltanum í netið fyrir Þróttara á 21. mínútu með flottu marki en það var dæmt af vegna rangstöðu sem þótti heldur umdeildur dómur. Það hefði mögulega breytt gangi leiksins, en í þeim síðari tóku FH-ingar öll völd og skoruðu þrjú til viðbótar.

Thelma Karen Pálmadóttir skoraði þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af síðari hálfleiknum með góðu skoti í nærhornið og gengu síðan Ingibjörg Magnúsdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir frá leiknum á þremur mínútum um miðjan síðari hálfleikinn.

Ingibjörg skoraði með glæsilegu skoti á lofti á 70. mínútu og setti Thelma Lóa boltann í þaknetið eftir góðan sprett aðeins þremur mínútum síðar.

FH-ingar hefðu hæglega getað skorað tvö eða þrjú til viðbótar en létu sér nægja fjögur mörk.

FH er í öðru sæti með 45 stig, þremur stigum meira en Þróttur þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik er auðvitað búið að vinna Íslandsmeistaratitilinn og berjast liðin nú um annað sætið sem gefur sæti í Evrópukeppni á næsta ári.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 17 1 3 83 - 22 +61 52
2.    FH 21 14 3 4 53 - 25 +28 45
3.    Þróttur R. 21 13 3 5 40 - 30 +10 42
4.    Víkingur R. 21 9 1 11 47 - 45 +2 28
5.    Valur 20 8 4 8 31 - 31 0 28
6.    Stjarnan 20 9 1 10 36 - 41 -5 28
Athugasemdir
banner
banner