Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 15:19
Brynjar Ingi Erluson
Ömurlegt gengi Íslendingaliðsins heldur áfram - AB endurheimti toppsætið
Jói Kalli og lærisveinar hans í AB eru að gera frábæra hluti
Jói Kalli og lærisveinar hans í AB eru að gera frábæra hluti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bjarki Steinn átti flottan leik gegn toppbaráttuliði Frosinone
Bjarki Steinn átti flottan leik gegn toppbaráttuliði Frosinone
Mynd: Venezia FC
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í AB endurheimtu toppsæti dönsku C-deildarinnar með 3-1 sigri á VSK Aarhus í dag.

Adam Ingi Benediktsson stóð á milli stanganna í þriðja sigri liðsins í röð og þá kom Ægir Jarl Jónasson inn af bekknum í síðari hálfleik.

AB komið aftur á toppinn með 21 stig, en það verða væntanlega breytingar á þjálfarateyminu í næsta mánuði.

Jóhannes Karl er sagður vera að taka við FH, en hann mun líklega stýra AB fram að vetrarfríi sem hefst 14. nóvember.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarlið Herthu Berlínar sem lagði Preussen Münster, 2-1, í þýsku B-deildinni. Hertha hefur nú unnið tvo deildarleiki í röð og situr í 8. sæti með 11 stig.

Elías Már Ómarsson byrjaði hjá Meizhou Hakka sem marði 1-0 sigur á Qingdao Hainiu, 1-0, í kínversku deildinni. Meizhou Hakka er komið úr fallsæti með 20 stig þegar fjórir leikir eru eftir.

Bjarki Steinn Bjarkason spilaði allan leikinn með Venezia sem vann öruggan 3-0 sigur á Frosinone í toppslag í ítölsku B-deildinni. Bjarki fær 7,3 á FotMob, fyrir frammistöðu sína, en Venezia fer upp í 3. sætið með 12 stig, tveimur frá toppnum.

Mikael Neville Anderson byrjaði hjá Djurgården sem gerði 1-1 jafntefli við Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Djurgården er í 6. sæti með 42 stig.

Það gengur ekkert hjá Íslendingaliði Elfsborg sem tapaði fimmta leik sínum af síðustu sjö í sænsku deildinni. Júlíus Magnússon byrjaði hjá Elfsborg en fór af velli í síðari hálfleik. Ari Sigurpálsson kom inn af bekknum.

Elfsborg er í 8. sæti deildarinnar með 37 stig og ekki unnið leik síðan í byrjun ágúst.
Athugasemdir
banner
banner