Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 11:46
Brynjar Ingi Erluson
Fletcher gæti tekið við til bráðabirgða ef Amorim verður rekinn
Mynd: EPA
Darren Fletcher, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri liðsins ef Ruben Amorim verður rekinn frá félaginu.

Fullt af nöfnum hafa verið orðuð við starfið sem hangir á bláþræði en samkvæmt ensku miðlunum verður Amorim líklega látinn taka poka sinn ef United tekst ekki að ná í góð úrslit gegn Sunderland um helgina.

Oliver Glasner, Gareth Southgate og jafnvel Ole Gunnar Solskjær eru sagðir á lista United, en Sun segir annan áhugaverðan kost í umræðunni.

Sá heitir Darren Fletcher og er United vel kunnugur. Hann lék með aðalliði United í þrettán, en eftir ferilinn fór hann í þjálfun og hefur síðan sinn mörgum mismunandi stöðum innan klúbbsins.

Í sumar tók hann við U18 ára liði United og hefur náð gríðarlegum árangri þar, en United mun alvarlega íhuga þann möguleika að gera hann að bráðabirgðastjóra ef Amorim verður rekinn.

Amorim nýtur enn stuðnings frá stjórn United, en þessi mál verða skoðuð betur í landsleikjaglugganum sem er oftast besti tíminn til þess að gera breytingar.

Portúgalinn hefur aðeins náð í 34 stig úr 33 deildarleikjum sínum síðan hann tók við liðinu í nóvember á síðasta ári.
Athugasemdir
banner