Jordan Pickford, markvörður Everton á Englandi, er að spila sinn 300. deildarleik með liðinu gegn Crystal Palace í dag.
Pickford er uppalinn hjá Sunderland en spilað með Everton síðustu átta árin.
Á þessum tíma hefur hann verið fastamaður í markinu og einn af mikilvægustu mönnum liðsins.
Hann er að spila 300. deildarleik sinn með Everton í dag sem er afar merkilegur áfangi.
Pickford er annar enski markvörðurinn til þess að spila 300 leiki eða fleiri fyrir eitt félag í úrvalsdeildinni, en metið á David Seaman sem lék 325 leiki fyrir Arsenal.
Ef Pickford helst meiðslalaus mun hann slá met Seaman áður en tímabilinu lýkur.
300 - Jordan Pickford today makes his 300th Premier League appearance for Everton - he is only the second English goalkeeper to play 300 games for one Premier League club, after David Seaman for Arsenal (325). Toffee. pic.twitter.com/JoGzbY92hq
— OptaJoe (@OptaJoe) October 5, 2025
Athugasemdir