Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 04. október 2025 19:40
Snæbjört Pálsdóttir
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 stórmeistarajafntefli á Lambhagavelli í dag. 

Spurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni þjálfari Tindastóls

„Ég er bara mjög stoltur af stelpunum virkilega, mér fannst við eiga skilið ekki að tapa þessum leik, fyrirgefðu, ekki gera jafntefli, klárlega ekki tapa heldur. Heilt yfir ótrúlega glaður bara hvernig þær komu til baka.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Tindastóll

„Við sýnum rosa mikinn karakter 3-1 undir og komum til baka og náum að jafna. Mér líður svona pínu eins og við höfum unnið því við sýndum svo mikinn karakter og ég er bara mjög stoltur af stelpunum.“

„Þetta segir einmitt mikið um hópinn minn, þær sýna bara karakterinn og viljann á bak við það sem þær eru að gera, þær vilja standa sig eins vel og þær geta og halda áfram að sýna það að þær eiga heima í þessari deild, sem mér finnst þær virkilega eiga þannig ég er bara eins og ég segi aftur bara ánægður með þær, vinnusemina, baráttuna, skorum góð mörk.“

Síðasti leikur tímabilsins og síðasti leikur Donna með liðið verður heimaleikur nk. laugardag þegar Tindastóll tekur á móti FHL 

„Við ætlum eðlilega bara að vinna þann leik og enda tímabilið á eins góðum nótum og við mögulega getum. Ég held að það sé kannski bara helsta uppleggið, bara halda áfram á sömu braut og við gerðum í dag og reyna að vinna þær.“

Donni hefur sagt upp störfum sem þjálfari Tindastóls og hefur verið orðaður við bæði Breiðablik og u-19 landslið kvenna aðspurður hvort eitthvað sé til í því svaraði Donni

„Ég bara kýs að tjá mig ekkert um það akkúrat núna, það verður bara að koma í ljós hvað verður um framtíðina þegar fram líða stundir en það er margt spennandi í boði og ég er mjög þakklátur fyrir það líka og sýndan áhuga. Búið að vera þónokkur símtöl sem er mjög gaman, það er greinileg einhver sem hefur trú á manni sem er bara frábært og það verður bara spennandi að sjá hvað gerist á næstu dögum.“ 

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner