KA tekur á móti Vestra í neðri hluta Bestu deildar karla klukkan 14:00 á Greifavellinum í dag.
Lestu um leikinn: KA 0 - 1 Vestri
KA-menn eru fremur góðri stöðu í neðri hlutanum en liðið er í öðru sæti með 32 stig á meðan Vestri er með 27 stig í 4. sæti.
Ef Vestri tapar leiknum í dag þá verður það ljóst að KA og ÍA munu halda sæti sínu í deild þeirra bestu.
Tvær breytingar eru gerðar á liði KA. Jonathan Rasheed kemur í markið í stað William Tönning og þá kemur Valdimar Logi Sævarsson inn fyrir Bjarna Aðalsteinsson.
Rasheed er 33 ára gamall Svíi sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið en varð fyrir því óláni að slíta hásin áður en hann gat þreytt frumraun sína. Í dag mun hann loks spila sinn fyrsta leik.
Jón Þór Hauksson stýrir Vestra í fyrsta sinn í Bestu deildinni, en hann gerir þrjár breytingar frá 5-0 tapi liðsins gegn ÍBV í síðustu umferð. Elmar Atli Garðarsson, Johannes Selvén og Emmanuel Agyeman Duah koma inn fyrir Gunnar Jónas Hauksson, Morten Hansen og Thibang Sindile Theophilius.
Byrjunarlið KA:
12. Jonathan Rasheed (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Birnir Snær Ingason
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
44. Valdimar Logi Sævarsson
Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
3. Anton Kralj
7. Vladimir Tufegdzic
8. Ágúst Eðvald Hlynsson
10. Diego Montiel
19. Emmanuel Duah
22. Elmar Atli Garðarsson
28. Jeppe Pedersen
29. Johannes Selvén
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir