
FH rúllaði yfir lið Þróttar 4-0 í Kaplakrikanum í dag, aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Guðni Eiríksson þjálfari FH,
„Bara mjög ánægður með leikinn, uppsetninguna, executionið hjá leikmönnunum inn á vellinum, þær gerðu það virkilega, virkilega vel og lengst af bara algjör einstefna FH liðsins. Þessi leikur hefði svo hæglega getað orðið mun, mun stærri hvað varðar skortöfluna. Fjögur góð mörk og við tökum því og þrjú góð stig í okkar baráttu.“
Lestu um leikinn: FH 4 - 0 Þróttur R.
FH liðið mætti gríðarlega sterkar til leiks í seinni hállfleik og Thelma Karen skoraði mark bara strax á upphafsmínútunni, fengu þær einhverja góða ræðu frá Guðna í hálfleik?
„Nei, nei við bara töluðum aðeins um hlutina og leiðirnar. Markið okkar sem við skorum strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks var bara það sem við töluðum um í hálfleik, þú getur horft á það mark og hvernig við fórum bara í gegnum þær.“
„Virkilega sterkt og að ná þessu öðru marki líka, það gaf strax tóninn, hvað koma skyldi í seinni hálfleik og við einhvern veginn stigum aldrei af bensíngjöfinni, vorum aldrei að verja eitt eða neitt, vorum bara að sækja, sækja, sækja, sækja og færin sem við sköpuðum okkur við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra.“
„4-0 á móti liði sem er að berjast við okkur og er í 3. sæti það er mjög sterkt og að munurinn skuli hafa verið svona mikill inn á vellinum er líka mjög, mjög, mjög sterkt og bara gott fyrir framhaldið hjá okkur.“
„Það sem góðar frammistöður gera, þær gefa leikmönnum bara enn þá meira traust og trú á það sem þær eru að gera, það er eitt að ná þremur stigum það er annað að gera það á þann hátt sem við gerðum á móti Þrótti, lið sem er að berjast við okkur um að ná þessu 2. sæti.“
FH er með frekar ungt lið í deildinni í ár og hafa misst stóra pósta út í atvinnumennsku hins vegar virðist það hafa lítil áhrif á FH liðið þar sem ungir og efnilegir leikmenn hafa fyllt skörðin, hvernig er að hafa svona gott yngri flokkastarf?
„Það bara skiptir sköpum og þegar við erum með slíkt starf í lagi þá getum við gert það sem við erum að gera, þetta er það sem við viljum að FH standi svolítið fyrir, að við séum að koma leikmönnum í gegnum okkar yngri flokkastarf. Gerum það rétt og trappan sé góð, þannig að þegar að þær fara síðan og stíga inn á völlinn í meistaraflokksfótbolta að þær séu þær tilbúnar í slaginn og þekki sín hlutverk. Þannig við erum að gera þetta í Kaplakrika mjög vel og framtíðin hér er bara mjög björt.“
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan