Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   lau 04. október 2025 20:04
Snæbjört Pálsdóttir
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Kvenaboltinn
Óskar Smári þjálfari Fram
Óskar Smári þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram gerði 3-3 jafntefli við Tindastól á Lambhagavelli fyrr í dag eftir að hafa verið í góðri stöðu  3-1. En misstu svo forystuna niður í 3-3 

Aðspurður hvað hann taki úr leiknum svaraði Óskar Smári Haraldsson, 

„Fyrir mitt persónulega leyti þá er ég alltaf að læra eitthvað nýtt um liðið mitt, fullt af hlutum sem við gerum mjög vel í dag, aðrir hlutir sem við gerum alls ekki nægilega vel í dag. Tek rosalega margt úr þessum leik. Mjög skemmtilegur leikur líklega fyrir áhorfendur.“


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Tindastóll

„Við vorum að prófa nýja hluti í þessum leik í dag sem heppnuðust sumir hverjir ágætlega aðrir hverjir ekki. Ég tek út úr því bara eigum að klára svona leiki en gerum það ekki, það er bara vonbrigði mér líður svona eins og við hefðum átt að vinna þennan leik.“

„Við gerðum jafntefli við gott Tindastólslið, ég fer kannski of snemma að skipta, gera breytingar á liðinu og hræra í liðinu í stöðu sem við kannski þurfum ekki að hræra í liðinu. Ekki það að ég setti leikmenn inn á sem eru mjög öflugir en kannski komast sumir hverjir ekki nægilega vel í takt við leikinn þegar þær komu inn."

„Annað markið var bara ógeðslega klaufalegt, bara lélegt mark af okkar hálfu, föst leikatriði og hann dettur einhvern veginn in og það gefur bara líflínu til Tindastólsliðsins sem bara ganga á lagið.“ 

„Þetta var fyrir mig svolítið kaflaskiptur leikur og svekktur að hafa ekki klárað hann því mér fannst við vera með svo stóran part leiksins góð tök á leiknum og því sem var að gerast inn á vellinum en einhver tímann gerum við jafntefli og það var bara fínt að gera það í dag."

Óskar Smári hefur gert vel með Framliðið síðustu ár, kom liðinu upp úr 2. deild, upp í Bestu deildina og hefur tryggt sæti í henni á næsta ári. Hann hefur því skiljanlega vakið athygli og var á dögunum nefndur sem góður kostur sem þjálfari fyrir Þrótt og Breiðablik sem missa sína núverandi þjálfara eftir tímabilið, hefur eitthvað verið haft samband við Óskar?

„Nei, nei, nei, ég held að maðurinn á hliðarlínunni hliðina á mér væri betri kostur heldur en ég. Hann er búinn að gefa það út að hann sé að hætta þannig að ég hvet Breiðablik og Þrótt að hringja frekar í hann heldur en mig.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan



Athugasemdir
banner