Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Lárus Orri: Frábært að vinna ÍBV í roki
Fyrirliðinn segir stöðuna skelfilega - „Auðvitað er maður skíthræddur um að falla með KR“
Óskar: Ég get ekki dottið í hyldýpi þunglyndis
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
   lau 04. október 2025 20:04
Snæbjört Pálsdóttir
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Kvenaboltinn
Óskar Smári þjálfari Fram
Óskar Smári þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram gerði 3-3 jafntefli við Tindastól á Lambhagavelli fyrr í dag eftir að hafa verið í góðri stöðu  3-1. En misstu svo forystuna niður í 3-3 

Aðspurður hvað hann taki úr leiknum svaraði Óskar Smári Haraldsson, 

„Fyrir mitt persónulega leyti þá er ég alltaf að læra eitthvað nýtt um liðið mitt, fullt af hlutum sem við gerum mjög vel í dag, aðrir hlutir sem við gerum alls ekki nægilega vel í dag. Tek rosalega margt úr þessum leik. Mjög skemmtilegur leikur líklega fyrir áhorfendur.“


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Tindastóll

„Við vorum að prófa nýja hluti í þessum leik í dag sem heppnuðust sumir hverjir ágætlega aðrir hverjir ekki. Ég tek út úr því bara eigum að klára svona leiki en gerum það ekki, það er bara vonbrigði mér líður svona eins og við hefðum átt að vinna þennan leik.“

„Við gerðum jafntefli við gott Tindastólslið, ég fer kannski of snemma að skipta, gera breytingar á liðinu og hræra í liðinu í stöðu sem við kannski þurfum ekki að hræra í liðinu. Ekki það að ég setti leikmenn inn á sem eru mjög öflugir en kannski komast sumir hverjir ekki nægilega vel í takt við leikinn þegar þær komu inn."

„Annað markið var bara ógeðslega klaufalegt, bara lélegt mark af okkar hálfu, föst leikatriði og hann dettur einhvern veginn in og það gefur bara líflínu til Tindastólsliðsins sem bara ganga á lagið.“ 

„Þetta var fyrir mig svolítið kaflaskiptur leikur og svekktur að hafa ekki klárað hann því mér fannst við vera með svo stóran part leiksins góð tök á leiknum og því sem var að gerast inn á vellinum en einhver tímann gerum við jafntefli og það var bara fínt að gera það í dag."

Óskar Smári hefur gert vel með Framliðið síðustu ár, kom liðinu upp úr 2. deild, upp í Bestu deildina og hefur tryggt sæti í henni á næsta ári. Hann hefur því skiljanlega vakið athygli og var á dögunum nefndur sem góður kostur sem þjálfari fyrir Þrótt og Breiðablik sem missa sína núverandi þjálfara eftir tímabilið, hefur eitthvað verið haft samband við Óskar?

„Nei, nei, nei, ég held að maðurinn á hliðarlínunni hliðina á mér væri betri kostur heldur en ég. Hann er búinn að gefa það út að hann sé að hætta þannig að ég hvet Breiðablik og Þrótt að hringja frekar í hann heldur en mig.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan



Athugasemdir
banner
banner