Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
banner
   lau 04. október 2025 20:04
Snæbjört Pálsdóttir
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Kvenaboltinn
Óskar Smári þjálfari Fram
Óskar Smári þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram gerði 3-3 jafntefli við Tindastól á Lambhagavelli fyrr í dag eftir að hafa verið í góðri stöðu  3-1. En misstu svo forystuna niður í 3-3 

Aðspurður hvað hann taki úr leiknum svaraði Óskar Smári Haraldsson, 

„Fyrir mitt persónulega leyti þá er ég alltaf að læra eitthvað nýtt um liðið mitt, fullt af hlutum sem við gerum mjög vel í dag, aðrir hlutir sem við gerum alls ekki nægilega vel í dag. Tek rosalega margt úr þessum leik. Mjög skemmtilegur leikur líklega fyrir áhorfendur.“


Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 Tindastóll

„Við vorum að prófa nýja hluti í þessum leik í dag sem heppnuðust sumir hverjir ágætlega aðrir hverjir ekki. Ég tek út úr því bara eigum að klára svona leiki en gerum það ekki, það er bara vonbrigði mér líður svona eins og við hefðum átt að vinna þennan leik.“

„Við gerðum jafntefli við gott Tindastólslið, ég fer kannski of snemma að skipta, gera breytingar á liðinu og hræra í liðinu í stöðu sem við kannski þurfum ekki að hræra í liðinu. Ekki það að ég setti leikmenn inn á sem eru mjög öflugir en kannski komast sumir hverjir ekki nægilega vel í takt við leikinn þegar þær komu inn."

„Annað markið var bara ógeðslega klaufalegt, bara lélegt mark af okkar hálfu, föst leikatriði og hann dettur einhvern veginn in og það gefur bara líflínu til Tindastólsliðsins sem bara ganga á lagið.“ 

„Þetta var fyrir mig svolítið kaflaskiptur leikur og svekktur að hafa ekki klárað hann því mér fannst við vera með svo stóran part leiksins góð tök á leiknum og því sem var að gerast inn á vellinum en einhver tímann gerum við jafntefli og það var bara fínt að gera það í dag."

Óskar Smári hefur gert vel með Framliðið síðustu ár, kom liðinu upp úr 2. deild, upp í Bestu deildina og hefur tryggt sæti í henni á næsta ári. Hann hefur því skiljanlega vakið athygli og var á dögunum nefndur sem góður kostur sem þjálfari fyrir Þrótt og Breiðablik sem missa sína núverandi þjálfara eftir tímabilið, hefur eitthvað verið haft samband við Óskar?

„Nei, nei, nei, ég held að maðurinn á hliðarlínunni hliðina á mér væri betri kostur heldur en ég. Hann er búinn að gefa það út að hann sé að hætta þannig að ég hvet Breiðablik og Þrótt að hringja frekar í hann heldur en mig.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan



Athugasemdir
banner