Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 04. október 2025 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV svaraði spurningum eftir tap á heimavelli gegn ÍA í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 ÍA

Eyjamenn björguðu sér frá falli í dag þrátt fyrir tapið, þökk sé jafnteflisúrslitum í Vesturbæ þar sem botnlið KR og Aftureldingar skildu jöfn.

„Besta færið okkar kom þegar Oliver slapp í gegn og markmaðurinn hjá ÍA varði en svo var þetta mikið svona 'næstum því' fannst mér. Þó að við höfum kannski skapað fleiri opnanir heilt yfir í leiknum þá var þetta bara einn af þessum dögum. Við vorum ekki nægilega sterkir í vítateig andstæðinganna og svo fáum við á okkur svolítið ódýr mörk," sagði Láki eftir tapið, en þetta er fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli eftir að nýja gervigrasið var lagt fyrr í sumar.

„Þetta er búið að vera gríðarlega krefjandi tímabil og ég er fyrst og fremst mjög stoltur af liðinu að hafa tryggt sæti í deildini. Ég er búinn að þurfa að setja saman tvö eða þrjú lið síðan ég byrjaði."

Eyjamenn hafa staðið sig mjög vel þrátt fyrir ótrúleg meiðslavandræði í hópnum í allt sumar og er markmið liðsins að enda í efsta sæti neðri hlutans.

ÍBV á eftir að spila við KR og KA í síðustu tveimur umferðum tímabilsins. Eyjamenn eru í baráttu við KA og ÍA um toppsæti neðri hlutans.
Athugasemdir
banner