Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 04. október 2025 17:21
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Hef þurft að setja saman tvö eða þrjú lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV svaraði spurningum eftir tap á heimavelli gegn ÍA í neðri hluta Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 ÍA

Eyjamenn björguðu sér frá falli í dag þrátt fyrir tapið, þökk sé jafnteflisúrslitum í Vesturbæ þar sem botnlið KR og Aftureldingar skildu jöfn.

„Besta færið okkar kom þegar Oliver slapp í gegn og markmaðurinn hjá ÍA varði en svo var þetta mikið svona 'næstum því' fannst mér. Þó að við höfum kannski skapað fleiri opnanir heilt yfir í leiknum þá var þetta bara einn af þessum dögum. Við vorum ekki nægilega sterkir í vítateig andstæðinganna og svo fáum við á okkur svolítið ódýr mörk," sagði Láki eftir tapið, en þetta er fyrsta tap Eyjamanna á heimavelli eftir að nýja gervigrasið var lagt fyrr í sumar.

„Þetta er búið að vera gríðarlega krefjandi tímabil og ég er fyrst og fremst mjög stoltur af liðinu að hafa tryggt sæti í deildini. Ég er búinn að þurfa að setja saman tvö eða þrjú lið síðan ég byrjaði."

Eyjamenn hafa staðið sig mjög vel þrátt fyrir ótrúleg meiðslavandræði í hópnum í allt sumar og er markmið liðsins að enda í efsta sæti neðri hlutans.

ÍBV á eftir að spila við KR og KA í síðustu tveimur umferðum tímabilsins. Eyjamenn eru í baráttu við KA og ÍA um toppsæti neðri hlutans.
Athugasemdir
banner
banner