Real Madrid undirbýr risatilboð í Rodri - Maguire orðaður við Sádi-Arabíu - Olise í stað Salah?
   sun 05. október 2025 12:16
Brynjar Ingi Erluson
Viðurkennir að Collins átti að sjá rautt gegn Man Utd
Howard Webb er yfirmaður dómaramála á Englandi
Howard Webb er yfirmaður dómaramála á Englandi
Mynd: EPA
Collins reif Mbeumo niður í teignum
Collins reif Mbeumo niður í teignum
Mynd: Af netinu
Howard Webb, yfirmaður dómaramála á Englandi, hefur viðurkennt að Nathan Collins, fyrirliði Brentford, átti að fá að líta rauða spjaldið í 3-1 sigri liðsins á Manchester United um síðustu helgi.

Manchester United hafði samband við dómarasamband PGMOL eftir tapið gegn Brentford og leitaðist eftir svörum af hverju Collins hafi ekki fengið rauða spjaldið er hann rændi Bryan Mbeumo upplögðu dauðafæri.

United fékk vítaspyrnu en Collins fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir brotið.

Rétt eftir að atvikið gerðist var greint frá því að VAR hafi metið það sem svo að Mbeumo væri ekki með fullkomna stjórn á boltanum og því ekki rétt að reka Collins af velli.

Webb á að hafa viðurkennt mistök dómarateymisins í þessu atviki, en þetta hefði getað gjörbreytt leiknum fyrir United sem fékk vítaspyrnu og átti möguleika á að jafna og koma sér í góða stöðu fyrir síðustu tuttugu mínúturnar.

Bruno Fernandes fór á punktinn fyrir United en Caoimhin Kelleher varði spyrnu hans. Mathias Jensen gulltryggði síðan sigur Brentford undir lok leiks með frábæru marki fyrir utan teig.


Athugasemdir
banner