Stjarnan tapaði öðrum leiknum í röð 3-2 og að þessu sinni var það gegn Val. Liðinn voru jöfn að stigum fyrir leik en nú vermir Stjarnan þriðja sætið og eiga aðeins tvo leiki eftir til að klára Evrópuleiki á næsta ári.
Aðspurður um leik kvöldsins hafði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar þetta að segja.
„Hörkuleikur, það er of mikið að fá á sig þrjú mörk í svona leik. Það er kannski sem situr mest í manni, heilt yfir fínn leikur hjá báðum liðum".
Liðið fékk jöfnunarmark á sig í lok fyrri og svo lentu þeir undir snemma í seinni hálfleik.
„Held við séum ekki ánægðir með þessi mörk sem við fengum á okkur. Hefðum getað verið aggresívari líka á hinum endanum. Sköpum ekki mikið, meira svona klafs og barningur".
Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði seinna mark Stjörnunnar með frábæru skoti. Hann var í U-21 hópi í síðasta glugga en hefur misst sætið fyrir næstkomandi leiki U-21.
„Held það sé mjög erfitt að rögstyðja það. Hann er búin að vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni í allt sumar. Þannig það hljóta að vera einhverjar góðar ástæður fyrir því".
Framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Fram og í síðustu umferð gæti myndast ansi spennandi leikur um Evrópusæti á móti Breiðablik.
„Menn voru gíraðir inn í klefa, þetta er ekki hópur sem leggst niður og vælir og vorkennir sér. Þannig jobbið mitt verður bara auðveldara ef eitthvað fyrir næsta leik".
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan