Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 04. október 2025 23:15
Viktor Ingi Valgarðsson
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tapaði öðrum leiknum í röð 3-2 og að þessu sinni var það gegn Val. Liðinn voru jöfn að stigum fyrir leik en nú vermir Stjarnan þriðja sætið og eiga aðeins tvo leiki eftir til að klára Evrópuleiki á næsta ári.


Aðspurður um leik kvöldsins hafði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar þetta að segja.

„Hörkuleikur, það er of mikið að fá á sig þrjú mörk í svona leik. Það er kannski sem situr mest í manni, heilt yfir fínn leikur hjá báðum liðum".

Liðið fékk jöfnunarmark á sig í lok fyrri og svo lentu þeir undir snemma í seinni hálfleik.

„Held við séum ekki ánægðir með þessi mörk sem við fengum á okkur. Hefðum getað verið aggresívari líka á hinum endanum. Sköpum ekki mikið, meira svona klafs og barningur".

Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði seinna mark Stjörnunnar með frábæru skoti. Hann var í U-21 hópi í síðasta glugga en hefur misst sætið fyrir næstkomandi leiki U-21.

„Held það sé mjög erfitt að rögstyðja það. Hann er búin að vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni í allt sumar. Þannig það hljóta að vera einhverjar góðar ástæður fyrir því".

Framundan hjá Stjörnunni eru leikir gegn Fram og í síðustu umferð gæti myndast ansi spennandi leikur um Evrópusæti á móti Breiðablik.

„Menn voru gíraðir inn í klefa, þetta er ekki hópur sem leggst niður og vælir og vorkennir sér. Þannig jobbið mitt verður bara auðveldara ef eitthvað fyrir næsta leik".

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner