Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   lau 04. október 2025 12:21
Brynjar Ingi Erluson
„Ég veit ekki hvort Yamal verði klár fyrir El Clásico“
Mynd: EPA
Spænska ungstirnið Lamine Yamal gæti misst af leik Barcelona gegn Real Madrid í El Clásico-slagnum fræga sem fer fram 26. október næstkomandi.

Yamal er að glíma við meiðsli sem munu líklega halda honum utan vallar næstu vikurnar.

Hansi Flick, þjálfari Börsunga, var spurður út í meiðsli Yamal og mögulega þátttöku hans í leiknum gegn Real Madrid, en hann segist óviss hvort hann verði með í leiknum.

„Ég veit ekki hvort Lamine verði klár fyrir El Clásico. Þetta eru flókin meiðsli og erfitt að segja hvort hann geti verið með á næstu 2-3 vikum. Við tökum eitt skref í einu,“ sagði Flick.

Yamal hefur komið að fimm mörkum í sjö leikjum gegn Real Madrid síðan hann þreytti frumraun sína tímabilið 2023-2024.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 7 6 1 0 21 5 +16 19
2 Real Madrid 7 6 0 1 16 8 +8 18
3 Villarreal 7 5 1 1 13 5 +8 16
4 Elche 7 3 4 0 10 6 +4 13
5 Atletico Madrid 7 3 3 1 14 9 +5 12
6 Betis 7 3 3 1 11 7 +4 12
7 Espanyol 7 3 3 1 10 9 +1 12
8 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
9 Sevilla 7 3 1 3 11 10 +1 10
10 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
11 Athletic 7 3 1 3 7 8 -1 10
12 Alaves 7 2 2 3 6 7 -1 8
13 Levante 8 2 2 4 12 14 -2 8
14 Valencia 7 2 2 3 9 12 -3 8
15 Oviedo 8 2 0 6 4 13 -9 6
16 Celta 7 0 5 2 6 9 -3 5
17 Vallecano 7 1 2 4 7 10 -3 5
18 Real Sociedad 7 1 2 4 7 11 -4 5
19 Mallorca 7 1 2 4 6 11 -5 5
20 Girona 7 0 3 4 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner
banner