Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. nóvember 2019 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópukeppni unglingaliða: Aron Snær skoraði í tapi ÍA gegn Derby
2. flokkur ÍA fagnar titli í haust.
2. flokkur ÍA fagnar titli í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
ÍA 1 - 2 Derby County
0-1 Festy Ebosele ('16)
0-2 Jack Stretton ('39)
1-2 Aron Snær Ingason ('72)
Lestu nánar um leikinn.

ÍA mætti Derby í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni unglingaliða. Leikið var á gervigrasinu á Víkingsvelli.

Festy Ebosele kom Derby yfir eftir rúmlega stundarfjórðung: „MAAAAARK!! Fyrsta mark leiksins er komið! Þetta var of einfalt. Derby menn labba bara upp vinstri kantinn og fyrirgjöf og fer í gegnum þrjá Skagamenn aður en Ebosele nær skotinu. Vel klárað hjá Ebosele," skrifaði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Jack Stretton tvöfaldaði forskot Derby skömmu fyrir hálfleik. Stretton fékk sendingu innfyrir og kláraði framhjá Aroni Bjarka Kristjánssyni, markverði ÍA.

Á 68. mínútu fékk Aron Snær Ingason færi en skaut hátt yfir. Skömmu seinna kvittaði hann fyrir það með því að skora: „MAAAAAAAAAAARK!!!! JÁÁÁÁÁÁ!! SKAGAMENN MINNKA MUNINN!!! Wöhler vinnur boltann á mðijunni sendi út á hægri kant og frábær fyrirgjöf sem Aron bara grimmastur í að ná!!!"

Derby átti svo stangarskot á 89. mínútu og þar sluppu Skagamenn með skrekkinn. 1-2 klárlega betra en 0-2 en ljóst að Skagamenn verða að skora tvö mörk í seinni leiknum sem fer fram þann 27. nóvember í Derby.
Athugasemdir
banner
banner