mið 06. nóvember 2019 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Bayern og Juventus komin áfram - Costa tryggði sigurinn í uppbótartíma
Hans-Dieter Flick stýrir Bayern Munchen á meðan liðið leitar að næsta stjóra.
Hans-Dieter Flick stýrir Bayern Munchen á meðan liðið leitar að næsta stjóra.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu þetta kvöldið. Leikirnir tveir hófust klukkan 17:55.

Í Munchen tók Bayern á móti Olympiakos í B-riðli keppninnar. Bayern var fyrir leikinn með fullt hús stiga og Olympiakso á botninum með eitt stig.

Bayern réði lögum og lofum á Allianz-Arena í kvöld. Bayern átti níu skot á mark Olympiakos á meðan Olympiakos tókst ekki að reyna á Manuel Neuer í marki Bæjara.

Bayern þurfti að bíað þar til í seinni hálfleik með að skora fyrsta markið. Á 69. mínútu átti Kingsley Coman fyrirgjöf sem fór einhvern veginn í Robert Lewandowski og í netið. Sjötta mark Lewandowski í keppninni.

Á 89. mínútu átti Coman fyrirgjöf sem endaði hjá Ivan Perisic sem var nýkominn inn á sem varamaður. Perisic þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. 2-0 niðurstaðan í Munchen og liðið öruggt í 16-liða úrslit.

Juventus í brasi en Costa kom til bjargar
Í Moskvu tók Lokomotiv á móti Juventus í D-riðli. Aaron Ramsey kom Juventus yfir eftir að hann fylgdi á eftir aukaspyrnu frá Cristiano Ronaldo sem var að leka í markið - eða var kominn inn í markið? Ekki eru allir á sama máli en myndband af markinu má sjá á forsíðu Fótbolti.net.

Lokomotiv jafnaði leikinn á 12. mínútu þegar Aleksei Miranchuk fylgdi á eftir stangarskoti. Allt stefndi í jafntefli en Juventus tókst að tryggja sér sigurinn með marki í uppbótartíma.

Douglas Costa átti þá laglegt þríhyrningsspil við Gonzalo Higuain eftir flottan sprett og skoraði með skoti í fyrstu snertingu. Þrjú dýrmæt stig heim til Tórínó en Juventus er í harðri baráttu við Atletico á toppi D-riðils.

Bayern 2 - 0 Olympiakos
1-0 Robert Lewandowski ('69 )
2-0 Ivan Perisic ('89 )

Lokomotiv 1 - 2 Juventus
0-1 Aaron Ramsey ('4 )
1-1 Aleksey Miranchuk ('12 )
1-2 Douglas Costa ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner