Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. nóvember 2019 21:38
Aksentije Milisic
Myndband: Skelfilegt vítaspyrnuklúður hjá Jesus
Jesus svekktur.
Jesus svekktur.
Mynd: Getty Images
Atalanta og Manchester City eigast við í fjórðu umferð í Meistaradeildinni. Þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 þar sem Raheem Sterling kom gestunum yfir áður en Mario Pasalic jafnaði metin í síðari hálfleiknum.

Ederson, markvörður City fór meiddur af velli í hálfleik.

Á 43. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Sterling tók þá aukaspyrnu sem fór í höndina á leikmanni Atalanta og eftir að dómari leiksins ráðfærði sig við VAR benti hann á punktinn.

Gabriel Jesus tók vítaspyrnuna sem mistókst svona hrapalega. Hann hikaði örlítið í aðhlaupinu áður en hann sendi boltann vel framhjá markinu.

Vítaspyrnuna og VAR dóminn má sjá hér.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner