Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. nóvember 2019 22:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Walker: Náðum í gott stig
Mynd: Getty Images
Kyle Walker steig upp þegar á þurfti og tók á sig markvarðarstöðuna þegar City gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.

Ederson byrjaði í markinu en þurfti að fara af velli í hálfleik. Claudio Bravo tók við markvarðarstöðunni en fékk að líta rauða spjaldið þegar skammt var eftir.

Kyle Walker fékk kallið frá Pep Guardiola og fór í markið. Walker hélt markinu hreinu og varði samtals fleiri skot en Ederson og Bravo í leiknum.

Hetja leiksins var í stuttu viðtali eftir leik: „Bauð ég mig fram? Það var bæði það og að við þurftum einhvern í markið. Ég hef gert grín að markmönnunum á æfingu og sagt að þetta væri auðvelt en ég komst að því að stundum þarf tvær tilraunir til að verja skot."

„Við komum hérna til þess að ná í stig eða sigur. Að fara heim með jafntefli er verðmætt stig í pokann," sagði Walker að lokum.
Athugasemdir
banner
banner