Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 06. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki mikil ánægja hjá Man Utd með Gary Cotterill
Rúben Amorim, verðandi stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, verðandi stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United er ósátt við þá meðferð sem verðandi stjóri liðsins, Rúben Amorim, fékk frá fréttamanninum Gary Cotterill á dögunum.

Cotterill, sem starfar fyrir Sky Sports, var pirraður á því að hlusta á blaðamannafund fyrr í þessari viku þar sem Amorim svaraði einungis á portúgölsku. Hann var þá að ræða við blaðamenn fyrir leikinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni en hann vildi fá að tala á portúgölsku við fréttamennina frá sínu heimalandi.

Cotterill pressaði á Amorim að tala á ensku og spurði hvort Man Utd hefði bannað honum að tala á ensku. Hann þjarmaði að portúgalska stjóranum.

Samkvæmt Daily Mail er United ekki par sátt við þessa meðferð sem Amorim fékk.

Cotterill hefur áður reitt stjóra United til reiði en hann þjarmaði að Erik ten Hag á bílastæði áður en hann tók við liðinu árið 2022. Hann reitti Ten Hag til reiði með þessu og hollenski stjórinn neitaði að svara spurningum hans á næstu fréttamannafundum.

Það er spurning hvort Cotterill sé kominn í svörtu bókina hjá Amorim nú þegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner