Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhuga að rifta samningi við Neymar
Neymar.
Neymar.
Mynd: Al-Hilal
Al-Hilal er opið fyrir því að rifta samningi við brasilísku stórstjörnuna Neymar en fjölmiðlar í Sádi-Arabíu greina frá þessu.

Neymar hefur ekki tekist að spila mikið fyrir sitt nýja félag vegna slæmra meiðsla en hann jafnaði sig eftir krossbandsslit fyrir tveimur vikum síðan.

Hann getur þó ekki spilað í sádi-arabísku deildinni þar sem Al-Hilal ákvað að skrá hann ekki í leikmannahópinn sinn vegna krossbandsslitanna. Neymar fær því ekki keppnisrétt í Sádi-Arabíu fyrr en eftir áramót, þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Neymar er núna kominn aftur á meiðslalistann en Al-Hilal íhugar að rifta við hann samningi eftir að hafa keypt hann á 90 milljónir evra í fyrra.

Hinn 32 ára gamli Neymar hefur verið orðaður við Inter Miami í Bandaríkjunum en hlutirnir hafa engan veginn gengið upp fyrir hann í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner