Tinna Jónsdóttir, fyrirliði Gróttu til margra ára, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Hún er leikjahæsta fótboltakona í sögu Gróttu og ein af stofnendum meistaraflokks kvenna hjá félaginu sem var settur á laggirnar 2016.
Hún er leikjahæsta fótboltakona í sögu Gróttu og ein af stofnendum meistaraflokks kvenna hjá félaginu sem var settur á laggirnar 2016.
Tinna sem er 28 ára gömul á að baki 133 leiki fyrir Gróttu og hefur skorað í þeim 48 mörk.
Tinna hefur verið lykilleikmaður hjá Gróttu allan sinn meistaraflokks feril en var í minna hlutverki í ár þar sem hún var að koma til baka eftir barnseignir.
„Tinna er góður liðsfélagi og fyrirmynd yngri iðkenda í félaginu - hennar verður sárt saknað innan sem utan vallar en við óskum henni góðs gengis í þeim verkefnum sem taka við," segir í tilkynningu Gróttu.
„Takk Tinna fyrir þitt framlag til kvennaknattspyrnu hjá Gróttu."
Athugasemdir