Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 06. desember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Laug að Ziyech til að fá treyju - Beint á eBay
Mynd: Getty Images
Marokkóski fótboltasnillingurinn Hakim Ziyech skoraði og lagði upp er Ajax hafði betur gegn Lille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í lok nóvember.

Ungur stuðningsmaður Ajax hljóp inn á völlinn í miðjum leik og fór beint til Ziyech, sem lofaði að gefa honum treyju sína að leikslokum.

Stuðningsmaðurinn ungi var þó hvergi sjáanlegur eftir lokaflautið þar sem hann þurfti að flýta sér heim til móður sinnar. Ziyech gaf öðrum áhorfanda treyjuna, manni sem þóttist vera faðir stráksins.

„Ég gat ekki fengið treyjuna því ég þurfti að flýta mér til móður minnar. Einhver þóttist vera faðir minn og fékk treyjuna," sagði strákurinn í viðtali við Almarssadpro.

Treyjan var strax sett á uppboð á eBay með 200 evrur sem lágmarksboð. Treyjan var tekin út skömmu síðar og sett aftur inn, en verðið hafði hækkað upp í rétt tæpar 12 þúsund evrur, sem samsvarar rúmlega 1,6 milljón króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner