Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. desember 2021 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Árni í Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá Fjölni. Fótbolti.net greindi frá því í gær að skiptin væru í pípunum og Stjarnan hefur nú staðfest kaup á leikmanninum.

Jóhann er tvítugur miðjumaður sem í sumar var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar og valinn í lið ársins.

Jóhann skrifar undir fjöggura ára samning við Stjörnuna.

„Jóhann Árni er reynslumikill leikmaður, hans gæði og aldur passar virkilega vel inn í samsetningu okkar metnaðarfulla leikmannahóps," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner