Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. desember 2021 11:32
Elvar Geir Magnússon
Messi með efasemdir um Pochettino
Lionel Messi faðmar Pochettino.
Lionel Messi faðmar Pochettino.
Mynd: EPA
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
L'Equipe segir að Lionel Messi hafi efasemdir um taktíska getu Mauricio Pochettino og telji að leikkerfi hans sé of takmarkað.

Pochettino hefur ekki náð að heilla í stjórasætinu á Prinsavöllum þrátt fyrir að vera með stjörnum prýddan leikmannahóp. Vangaveltur hafa verið um framtíð hans.

Messi hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar síðan hann kom frá Barcelona. Messi hefur aðeins skorað eitt mark í frönsku deildinni á þessu tímabili og hans fólk telur að Pochettino beri stærstu ábyrgðina á því að hann hafi ekki fundið sig.

PSG er að rúlla yfir frönsku deildinar, er með ellefu stiga forystu, en hefur verið gagnrýnt fyrir ósannfærandi frammistöðu og lítinn liðsanda.

Sóknarlínan með Messi, Kylian Mbappe og Neymar hefur ekki verið að smella nægilega vel saman og Pochettino er enn í leit að sínu besta byrjunarliði.

Þá eru einnig áhyggjur innan klefans hjá PSG að Pochettino sé ekki með nægilega mikinn aga. Hann hefur gefið stjörnum sínum lausan tauminn, ver leikmenn á fréttamannafundum og forðast allan ágreining. Samkvæmt heimildum L'Equipe hefur hann misst tiltrú frá leikmannahópnum að þeim sökum.

Eftir að Messi vann Ballon d'Or gullknöttinn á dögunum var fagnað með gleðskap en aðeins tveimur dögum síðar var leikur gegn Nice og hann endaði með jafntefli.

Þessi umfjöllun franskra fjölmiðla kemur ekki löngu eftir að fullyrt var að Pochettino væri tilbúinn að yfirgefa PSG til að taka við Manchester United. Hann er sagður ósáttur í París og hefur átt í vandræðum með að höndla stjörnur liðsins.
Athugasemdir
banner
banner