Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 06. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Bose-mótið og innanhússfótbolti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KSÍ
Það er dagskrá í íslenska boltanum um helgina þar sem undirbúningstímabilið fer af stað.

Tveir leikir fara fram í Bose-mótinu þar sem Evrópufarar Víkings R. eiga spennandi heimaleik við FH í hádeginu núna á laugardaginn.

KR spilar svo við Aftureldingu eftir hádegi og eru þetta einu leikirnir sem fara fram utandyra.

Á sunnudaginn er stíf dagskrá innandyra þegar C-riðill Íslandsmótsins í Futsal verður kláraður.

Stórveldi Ísbjarnarins er í riðlinum og vermir toppsætið sem stendur, með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Fyrstu þrjár umferðirnar fóru fram í Digranesi í Kópavogi en seinni umferðirnar verða leiknar á Hvolsvelli, þar sem Rangæingar eru til húsa. KFR er í öðru sæti riðilsins og þarf meðal annars sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Ísbjarnarins til að eiga möguleika á að taka toppsæti riðilsins.

Laugardagur
12:00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
13:00 KR - Afturelding (KR völlur)

Sunnudagur
13:00 Sindri - KFR
13:35 Árbær - Ísbjörninn
14:30 Árbær - Sindri
15:05 Ísbjörninn - KFR
16:00 Sindri - Ísbjörninn
16:35 KFR - Árbær
Athugasemdir
banner
banner