þri 07. janúar 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabregas: Pepperoni á pizzunni sem ég henti í Sir Alex
Mynd: Twitter
Margir muna eftir atvikinu sem átti sér stað árið 2004 eftir sigur Manchester United á Arsenal 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn þýddi að 49 taplausa hrina hjá Arsenal tók enda.

Árið 2017 var Cesc Fabregas í sjónvarpsþættinum A League of Their Own þar sem hann viðurkenndi að hafa hent pizzu í Sir Alex Ferguson, þá stjóra Manchester United.

Sjá einnig:
Fabregas viðurkennir að hafa hent pizzu í Sir Alex Ferguson

„Já, það var ég sem gerði það," sagði Fabregas í sjónvarpsþættinum A League of Their Own. „Ég heyrði allt í einu læti og ætlaði að skoða hvað væri að gerast. Ég fór fram með pizzasneiðina mína og ég sé að þarna eru menn að kljást."

„Ég vildi gera eitthvað, en ég vissi ekki hvað ég átti að gera svo ég
henti pizzasneiðinni minni. Ég ætlaði ekki að kasta henni í Ferguson og því baðst ég afsökunar,"
sagði Fabregas.

Fabregas var með svokallað "spurt og svarað" á Twitter reikningi sínum í dag þar sem hægt var að spyrja hann spurninga með því að merkja færslu með myllumerkinu (#) askCesc eða "spurðu Cesc".

Ein spurninganna var um þetta atvik en spurt var hvaða álegg hefði verið á pizzunni og Fabregas svaraði einfaldlega: „Pepperoni... 😂". Forvitni einhverja svalað með þessu svari frá Fabregas.


Athugasemdir
banner
banner
banner