Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. október 2017 13:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas viðurkennir að hafa hent pizzu í Sir Alex Ferguson
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: Getty Images
Árið 2004 átti sér stað mjög eftirminnilegur leikur í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United vann Arsenal þá 2-0 á Old Trafford og batt enda á 49 leikja göngu Arsenal án taps.

Leikurinn sem átti sér stað þarna er í daglegu tali oftast kallaður "The battle of the buffet" eftir það sem gerðist eftir leikinn.

Mikil læti urði í göngunum eftir leikinn þar sem súpuskvettur og pizzaköst voru iðkuð, en Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Manchester United, fékk pizzasneið í andlitið.

Sögur hafa verið um að Cesc Fabregas, sem lék þá með Arsenal, hafi kastað sneiðinni í andlit Ferguson.

Hann hefur núna loksins viðurkennt að hafa gert það.

„Já, það var ég sem gerði það," sagði Fabregas í sjónvarpsþættinum A League of Their Own. „Ég heyrði allt í einu læti og ætlaði að skoða hvað væri að gerast. Ég fór fram með pizzasneiðina mína og ég sé að þarna eru menn að kljást."

„Ég vildi gera eitthvað, en ég vissi ekki hvað ég átti að gera svo ég
henti pizzasneiðinni minni. Ég ætlaði ekki að kasta henni í Ferguson og því baðst ég afsökunar,"
sagði Fabregas.


Athugasemdir
banner
banner
banner