banner
   þri 07. janúar 2020 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Sýndum gegn PSG að við getum snúið stöðunni við
Mynd: Getty Images
„Frá því að þeir skoruðu fyrsta markið og sérstaklega þangað til þeir settu annað markið tókst okkur illa að eiga við þá," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-3 tap gegn Manchester CIty í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

„Seinni hálfleikurinn var fínn af okkar hálfu og þangað til þeir skoruðu í fyrri hálfleiknum gat þetta endað með marki báðu megin. Við réðum engan veginn við áföllin sem mörkin voru."

„Við leystum ekki kerfi þeirra nægilega vel, við vitum að þeir geta spilað á þennan hátt. Þeir spiluðu svona gegn Chelsea í fyrra og unnu 5-0."
sagði Solskjær um leikstíl City í leiknum en City lék án framherja í leiknum í kvöld.

„Í fyrsta markinu getum við ekkert gert, annað markið er dapurt og í þriðja náðum við ekki að jafna okkur í tíma eftir áföllin sem hin mörkin voru."

„Við sýndum það í fyrra að við getum unnið eftir tap á heimavelli. PSG er síðasta dæmið og við verðum að trúa,"
sagði Solskjær að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner