Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool mætir unglingaliði Aston Villa ef leikurinn fer fram
Dean Smith verður ekki á hliðarlínunni.
Dean Smith verður ekki á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Það er í óvissu hvort leikur Aston Villa og Liverpool fari fram annað kvöld í ensku bikarkeppninni.

Það er smit innan raða Aston Villa og hefur félagið lokað æfingasvæði sínu til að sporna við frekari útbreiðslu smitsins.

Enska knattspyrnusambandið mun taka lokaákvörðun með leikinn á morgun og hvort hann fari fram.

Ef hann fer fram er ljóst að Aston Villa mun tefla fram U23 ára liði sínu, aðalliðsleikmenn munu ekki mæta til leiks. Ef nægilega margir U23 ára leikmenn og leikmenn úr unglingastarfinu mælast neikvæðir í prófunum mun leikurinn líklega fara fram. Dean Smith mun ekki stýra liðinu heldur þjálfari unglingaliðsins.

Greint var frá því í síðustu viku að bikarleikir myndu fara fram ef fjórtán eða fleiri leikmenn væru klárir í slaginn hjá báðum liðum.

Fyrir rétt rúmu ári síðan mætti Aston Villa unglingaliði Liverpool í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins en þá var aðallið Liverpool statt á HM félagsliða og gat ekki spilað leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner