banner
   fim 07. janúar 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Segir að Van de Beek eigi að fá fund með Solskjær
Solskjær og van de Beek.
Solskjær og van de Beek.
Mynd: Getty Images
Ronald de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segir að Donny van de Beek eigi á hættu að vera ekki valinn í hollenska landsliðið fyrir EM 2020 ef hann fer ekki að fá meiri spiltíma hjá Manchester United.

Van de Beek kom inn þegar tvær mínútur voru eftir af klukkunni í deildabikarleiknum gegn Manchester City í gær en City vann leikinn 2-0.

„Evrópumótið nálgast og hann vill klárlega vera þar. Kannski yrði það gott fyrir hann að ræða við félagið um sína stöðu og hvað þeir vilja gera við hann," segir De Boer.

„Ef hann fer ekki að fá meiri spiltíma þá ætti hann að láta vita af því að best væri fyrir hann að vera lánaður eða jafnvel seldur. En það má ekki gleyma því að hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum og góð frammistaða í einum leik gæti breytt hans stöðu gjörsamlega."

Donny van de Beek kom til Ajax fyrir tímabilið en hefur verið í hlutverki varaskeifu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner