Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. janúar 2022 22:00
Victor Pálsson
Fyrirliðinn hrósar vinnubrögðum Tuchel
Mynd: EPA
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, hefur hrósað Thomas Tuchel, stjóra liðsins, fyrir hvernig hann tók á stóra Romelu Lukaku málinu sem var hindrun fyrir síðustu helgi.

Viðtal við Lukaku birtist þá í öllum fjölmiðlum þar sem hann gagnrýndi Tuchel og sagðist einnig vera óánægður með eigin stöðu hjá þeim bláklæddu eftir að hafa komið til félagsins í sumar.

Lukaku hefur síðan þá beðist afsökunar á þessum ummælum og var mættur í byrjunarliðið í 2-0 sigri á Tottenham í miðri viku.

Azpilicueta er mjög hrifinn af því hvernig Tuchel tók á þessu máli og segir hann hafa gert flest allt rétt í stöðunni.

„Stjórinn hefur mikla reynslu í hvernig á að taka á mismunandi leikmönnum og alveg frá byrjun þá voru hans vinnubrögð róleg og hann tók ekki of margar ákvarðanir í hita leiksins," sagði Azpilicueta.

„Hann tók ákvarðanir með félaginu og það er mjög augljóst að allt þetta er leyst. Nú horfum við fram veginn og einbeitum okkur að því sem gerist á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner