Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. febrúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona lítur fyrsta ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max-deildina út
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór opinberuðu sína fyrstu ótímabæru spá fyrir Pepsi Max-deild karla í gær.

Undirbúningstímabilið er byrjað en þessi spá er svo sannarlega ótímabær. „Það eru allir að stíga upp úr Covid-pásum, ansi mikill hringlandaháttur á liðsuppstillingum og svona; menn eru að tjakka sig í gang," sagði Elvar Geir.

„Samt sem áður er hún minna ótímabær en við héldum þegar við vorum farnir að peppa þetta í byrjun janúar. Við höfum séð fótboltaleiki - ekki með berum augum - en á Youtube. Félögin eiga hrós skilið fyrir að sýna frá leikjum sínum," sagði Tómas Þór.

Guðmundur Steinarsson, goðsögn úr efstu deild og núverandi aðstoðarþjálfari Gróttu var með þeim í þættinum.

Hér að neðan má sjá hvernig spáin lítur út. Íslandsmeisturum Vals er spáð efsta sæti og nýliðunum tveimur spáð niður.

Ótímabæra spáin:
1. Valur
2. Breiðablik
3. FH
4. Stjarnan
5. Fylkir
6. KR
7. KA
8. Víkingur
9. HK
10. ÍA
11. Keflavík
12. Leiknir R.
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max - Þrjú efstu ógnarsterk
Athugasemdir
banner