Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 07. febrúar 2023 11:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlynur Freyr mættur í Val (Staðfest)
Hlynur Freyr Karlsson.
Hlynur Freyr Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði U19 landsliðsins, er mættur á Hlíðarenda og er búinn að fá leikheimild með Val.

Fótbolti.net sagði fyrst frá því að Hlynur Freyr væri mögulega á heimleið um miðjan síðasta mánuð. Þessi efnilegi leikmaður fór frá Breiðabliki til Bologna á Ítalíu í byrjun október 2020 og hefur verið á Ítalíu síðan þá.

Hann hefur leikið með unglingaliðum Bologna en er núna mættur til Vals þar sem hann kemur auðvitað inn í meistaraflokkinn.

Hlynur er ekki eini ungi leikmaðurinn sem Valur hefur sótt á síðustu dögum því félagið samdi við tvo unga leikmenn í síðustu viku. Óliver Steinar Guðmundsson kom frá Atalanta og Lúkas Logi Heimisson kom frá Fjölni.

Þá er Kristófer Jónsson mögulega að koma aftur til Vals frá Venezia, en Hlíðarendafélagið er að yngja sinn hóp.

Valur hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Arnar Grétarsson tók við liðinu eftir tímabilið og er stefnan auðvitað sett á að gera mun betur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner