banner
   þri 17. janúar 2023 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði U19 landsliðsins á heimleið?
Hlynur Freyr Karlsson.
Hlynur Freyr Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hlynur Freyr Karlsson, sem hefur borið fyrirliðabandið hjá U19 landsliðinu, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að hugsa sér til hreyfings.

Þessi efnilegi leikmaður fór frá Breiðabliki til Bologna á Ítalíu í byrjun október 2020.

Hann hefur leikið með unglingaliðum Bologna en núna er möguleiki á að hann muni skipta um félag á næstunni. Ekki er útilokað að hann sé á heimleið en ef hann kemur heim þá er Breiðablik líklegur áfangastaður þar sem hann er uppalinn þar.

Hann er ekki eini íslenski leikmaðurinn á Ítalíu sem gæti skipt um félag á næstunni því Óliver Steinar Guðmundsson, sem hefur leikið með Hlyni í U19 landsliðinu, gæti einnig fært sig um set.

Óliver Steinar er uppalinn í Haukum en skipti yfir til Atalanta í byrjun árs 2021. Þar hefur hann leikið með unglingaliðum félagsins.

Það verður fróðlegt að sjá hvar þessir efnilegu leikmenn enda ef þeir skipta um umhverfi. Líkt og með Hlyn, þá er ekki útilokað að Óliver sé á heimleið.
Athugasemdir
banner
banner
banner