banner
   þri 07. febrúar 2023 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að Liverpool geti ekki falið sig á bakvið meiðslin
Mynd: EPA

Liverpool hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð en liðið er í 10. sæti deildarinnar og liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum.


Liverpool tapaði um helgina gegn Wolves 3-0 en Gary Neville sérfræðingur hjá Sky Sports skilur ekki hvað er í gangi með varnarleik liðsins.

„Þeir voru í ruglinu varnarlega, auðvelt að spila gegn þeim. Það gengur ekki fullkomlega fram á við, Gakpo, Nunez og Salah hafa ekki alveg náð saman ennþá, restin af liðinu er í rugli,"

„Þeir eru að fá á sig mjög léleg mörk, það eru landsliðsmenn í öftustu línunni en þeir eru ekki næstum því nógu góðir. Það eru lið sem hafa lent í meiðslum sem hafa unnið betur úr því en þetta, ég skil ekki af hverju þetta hefur hrunið svona. Þeir eru með frábæran hóp, þeir leikmenn sem eru til staðar eiga að geta gert miklu betur en raun ber vitni,"


Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner